Livin' Out Loud - Glóð

Klukkan er orðin fimm
Heyri hann ryðjast inn
Ég dreg djúpt andann
Er viðbúin

Hann skellir hurðunum
Ég sit með börnunum
Við bíðum hrædd
Eftir viðbrögðum

Rífur upp hurðina
Er við að missa'ða
Stendur og gargar
Við gættina

Ég er svo ömurleg
Ég get aldrei gert rétt
Líf hans varð ónýtt
Þegar ég varð ólétt

Kæri vinur ekki reiðast mér
Kæri vinur ég verð alltaf hjá þér
Ég skal vera blíð og góð
Þó úr nefi renni blóð

Hann kreppir hnefana
Ég lít til barnanna
Vil ei þau sjái
Mig slasaða

Hann rífur í mitt hár
Handleggur orðinn blár
Ég finn svo til að
Það lekur tár

Hann hendir mér í vegg
Rífur svo fast í legg
Ég finn að ég brotna
Er eins og egg

Ég er að detta út
Hrædd við að detta út
Hvað verður um börnin
Ef ég dett út?

Ei mun þetta enda vel
Lífið mitt mun enda hér því er ver
Þó ég reynd'að vera blíð og góð
Þá mun slokkna hér mín glóð

Kæri vinur ekki reiðast mér
Kæri vinur, ég fer aldrei frá þér
Þó ég reynd'að vera blíð og góð
Þá mun slokkna hér mín glóð

Written by:
Arna Árnadóttir

Publisher:
Lyrics © O/B/O DistroKid

Lyrics powered by Lyric Find

Livin' Out Loud

Livin' Out Loud

View Profile
Glóð - Single Glóð - Single